Færsluflokkur: Spaugilegt
2.12.2007 | 23:51
Má þetta virkilega?
Ég get nú bara ekki orða bundist. Aldrei segir enginn mér neitt. Var að horfa á auglýsingarnar og í einni auglýsingunni er kennari að drekka rauðvín í miðjum kennslutíma og svo í annarri auglýsingu var sýnt þegar fólk var að borða jólamatinn sinn inn í miðju IKEA.
Þetta er eitthvað sem enginn var búinn að segja mér að væri í boði. Mig hefur alltaf langað að fá mér eitt rauðvínsglas í vinnunni og fyrst það má í auglýsingunum þá hlýtur það að mega allsstaðar annarsstaðar. Og mig hefur alltaf langað að mæta í IKEA og prufa að hafa matarboð við ýmis borðsstofuborð sem eru til sölu þar. Hvernig á maður að vita hvaða borð hentar nema að fá að prufa þau með því að halda almennilegt matarboð.
Þannig að næsta föstudagskvöld verður öllum vinum mínum boðið í mat, mæting kl. 19.00 í Kauptúni 4, 2. hæð - sjöundi bás til vinstri. Ég verð örugglega með afgang af rauðvíninu sem ég ætla að drekka í vinnunni en ef þið viljið eitthvað annað þá takið þið það með ykkur. Sjáumst!
Um bloggið
Þorsteinn Kristinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar