30.7.2011 | 22:03
Álagning olíufélaganna hefur hækkað um 30 kr. á þrem mánuðum
Það er athyglisvert að skoða verð á díselolíu hjá olíufélögunum og verði á olíu á heimsmarkaði. Eins og sjá má þá skila hækkanir sér hratt og örugglega til neytenda en lækkanir skila sér beint í vasa eigenda olíufélaganna. Fylgnin í vor frá áramótum var nokkuð nærri lagi fram til 1. maí en eftir það hafa lækkanir ekki skilað sér nema að mjög takmörkuðu leiti.
Eflaust geta olíufélögin borið fyrir sig hinum ýmsu afsökunum fyrir hækkandi álagningu eins og til dæmis hækkunum vegna launakostnaðar í kjölfar saminganna í vor en hvaða afsökun hefur þá Atlantsolía sem hefur ekki eina einustu mönnuðu bensínstöð?
Ef olía kostar 97 dollara á heimsmarkaði 1. febrúar og lítrinn af olíu á dælu er þá 213 kr. hvernig er þá hægt að réttlæta það að lítrinn kosti 242 kr þegar heimsmarkaðsverðið lækkar niður í 96 dollara 30. júlí?
Um bloggið
Þorsteinn Kristinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samráð olíufélaganna er algert og enginn gerir neitt. Ekki er að vænta aðgerða frá ríkisvaldinu þar sem það fær vask af þessu samráði og því beint tap, að mati Steingríms, að grípa inn í, þó allir heilvita menn sjái vitleysuna í þeim hugsanahætti.
Það er ekki nóg með að olíufélögin hafi samráð um verð, heldur eru þau farin að aulýsa sameiginlega í fjölmiðlum, samanber auglýsing frá Skeljungi og Olís. Það er einna líkast því að þau séu að storka þjóðinni, að þau séu að segja okkur að lög nái ekki til þeirra!!
Gunnar Heiðarsson, 31.7.2011 kl. 07:30
ENDA BER ALMENNINGUR ENGA VIRÐINGU FYRIR ÞESSUM FÉLÖGUM. FREKAR EN BÖNKUNUM, OG RÍKISSTJÓRNINNI!!
Eyjólfur G Svavarsson, 1.8.2011 kl. 02:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.