Hvers virði ertu?

Nýverið tóku tvær bankastofnanir upp á þeirri nýjung að bjóða upp á innlánsreikninga þar sem vextir eru greiddir út mánaðarlega. Persónulega finnst mér þetta vera löngu tímabært enda hefur verið mjög einkennilegt að yfirdráttarvextir eru innheimtir mánaðarlega en innlánsvextir greiddir árlega. En þetta er bara eitt atriði af þúsund sem mér finnst halla all mikið á almenning gagnvart lánastofnunum.

En snúum okkur að því sniðuga við þessa nýju innlánsreikninga. Núna er hægt að reikna út hvers virði þú ert samkvæmt nýjustu útreikningum.

Meðalútborguð laun síðustu þriggja mánaða:
100.000 kr.
Stýrivextir Seðlabankans:
13,75%
Fjármagnstekjuskattur:
10%

Virði þitt er samkvæmt þessum forsendum:
100.000 / (0,1375 * (1 - 0,1) / 12) =
100.000 / (0,1375 * 0,9 / 12) =
100.000 / 0,0103125 = 9.696.969 kr.

Þetta segir þú ert nákvæmlega 9.696.969 króna virði því af þessari upphæð fengirðu 100.000 kr. greiddar út í vexti á hverjum mánuði um aldur og ævi*. 

* Nema stýrivextir Seðlabankans breytist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Hvaða bankar bjóða upp á þessa reikninga?

Björgvin Kristinsson, 1.12.2007 kl. 18:35

2 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Skemmtilegir útreikningar hjá tér bródir. Til hamingju med bloggsíduna!

Áslaug Kristinsdóttir, 1.12.2007 kl. 22:57

3 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Asskoti er maður verðmætur!

Anna Viðarsdóttir, 1.12.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Kristinsson

Höfundur

Þorsteinn Kristinsson
Þorsteinn Kristinsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fylgni heimsmarkaðsverðs og verð á dælu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband