13.12.2007 | 23:58
Einföld fjármálaformúla
Ég ákvað að eyða peningum í bók um mikilvægi fjármálaskipulags. Grunnhugtakið er mjög einfalt og skiptist í þrennt:
20% af tekjunum á að fara í sparnað. Sparnaðinn er svo hægt að nota í íbúðarkaup, bílakaup, húsgagnakaup og kaup á hlutum sem kosta meira en 30% af laununum þínum. Þessi 20% má líka nota til að borga upp skuldir s.s. yfirdráttar- og kreditkortaskuldir.
50% á að fara í nauðsynjar. Það er afborganir af húsnæðislánum/húsaleigu, fasteignagjöld, rafmagn og hiti, leikskólagjöld, matur (fyrir utan sælgæti), tryggingar (eingöngu grunntryggingar), bensín.
30% á að fara í ALLT annað en hér er á undan talið. Hér lendir m.a. (ekki endanleg upptalning), bílalán, sælgæti, líftrygging, klipping, föt, geisladiskar, dvd, videóleiga, áfengi, bjór, fótbólti, gæludýr, gervineglur, nudd, tölvudót, sjónvarp, sjónvarpsáskrift, tímarit, dagblaðaáskriftir, veitingastaðir o.fl. o. fl. o.fl.
Skoðaðu útgjöldin hjá þér í einn mánuð og athugaðu hversu nærri (eða fjærri) þú ert þessu útgjaldajafnvægi. Því fjær þessari skiptingu því meiri líkur eru á því að þú lendir í fjármálavandræðum.
Það er líka mjög hollt að skoða hversu mikið þú ert að borga í vexti, seðilgjöld, vanskilagjöld og dráttarvexti á ári af öllum lánum sem þú þarft að borga. Niðurstaðan á eftir að koma þér mjög á óvart og varpa ljósi á methagnað banka og sparisjóða síðustu ára.
Um bloggið
Þorsteinn Kristinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm. Ég vandi mig snemma á að eyða ekki öllum peningunum mínum. En launin mín eru ekki svo há að 50% dugi fyrir nauðsynjum. Ég held það eigi við um ansi marga.
Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2007 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.