1.6.2008 | 14:11
Eitraðar pillur bankanna
Ég rak augun í auglýsingu frá einum íslensku bankanna sem var á þá leið að þeir sem leggja inn evrur hjá þeim fá bestu ávöxtunina hjá þeim miðað við hina bankana. 4.90% ávöxtun sem er nokkuð góð ávöxtun á erlendu fé hér á landi.
En fyrir almenna íslendinga er þetta mjög óskynsamlegt miðað við ástandið í dag. Ef ég ætti t.d. 1.000.000 kr. og myndi kaupa fyrir hana evrur í dag á genginu 116,21 kr. þá fengi ég 8.605. Eftir eitt ár fengi ég 422 í vexti og ætti því 9.027. En hvað verður gengið á evrunni eftir eitt ár? Það er útilokað að segja til um það en þeir sem ég hef rætt við telja að það verði um 100 kr. Það myndi þýða að 9.027 = 902.700 kr. Það þýðir að ég myndi tapa ca. 100.000 kr. á því að leggja peningana mína inn á erlendan reikning í dag. Raunávöxtun væri því tap upp á ca -10%!
Auglýsingar bankanna eru mjög góðar til að sjá hvað raunverulega er að gerast bak við tjöldin og nú má því búast við styrkingu krónunnar á næstunni.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Þorsteinn Kristinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ok. Sem sé allir að taka öll tiltæk erlend lán núna því þau borga sig upp sjálf í næstu gengissveiflu
Björgvin Kristinsson, 2.6.2008 kl. 00:35
Heyrðu..... hvað græðir ríkissjóður þá marga milljarða ef gengið færi aftur í það horf sem það var í t.d. um síðustu áramót?
Björgvin Kristinsson, 10.6.2008 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.