9.8.2008 | 12:20
Hjarðkeppni - of margar bensínstöðvar?
Ég heyrði nýtt orð yfir aukna álagningu olíufélaganna en það er hjarðhegðun þegar allir elta hina í álagningu. Þ.e.a.s. þegar einn hækkar hækka allir hinir líka en ef einn lækkar þá bíða hinir eftir því að hann hækki aftur, o.s.frv. Ég held að það væri betra að kalla hjarðhegðun samkeppnisaðila, hjarðkeppni.
En ég held að ástæðan fyrir aukinni álagningu olíufélaganna sé ekki endilega þeim sjálfum að kenna. Ef ég ætla að taka eldsneyti og er til í að keyra ca. 5 km á næstu bensínstöð, þá get ég valið úr (ekki tæmandi listi):
1. Olís - Hamraborg,
2. N1 - Engihjalla,
3. Orkunni - Smiðjuvegi,
4. Egó - Staldrinu,
5. Olís - Mjódd,
6. Shell - Breiðholsbraut,
7. Orkunni - Dalvegi,
8. Ób - Bæjarlind,
9. Egó - Smáralind (austanmegin),
10. Egó - Smáralind (vestanmegin),
11. Shell - Smáralind,
12. Atlantsolíu - Bústaðavegi,
13. N1 - Fossvogi,
14. Atlantsolíu - Kársnesbraut
Hvað kostar að reka allar þessar 14 bensínstöðvar! Ég bara spyr! Ég þarf bara eina, þegar bensínljósið kviknar ég get keyrt 50 km áður en ég tek eldsneyti. Finnst einhverjum skrítið hvað álagningin er há þegar fjöldi bensínstöðva er skoðaður? Er einhver svo vitlaus að halda að það sé selt meira eldsneyti þegar það eru fleiri bensínstöðvar?
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Þorsteinn Kristinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er alveg rétt hjá þér, þetta eru alltof margar bensínstöðvar á litlu svæði. En, afhverju gleymdirðu N1 í Skógarseli?
Áslaug Kristinsdóttir, 9.8.2008 kl. 13:46
Ég vil bara eina ríkisrekna bensínstöð...
Kveðja,
Marteinn Mosdal
Anna Viðarsdóttir, 9.8.2008 kl. 19:59
Það veitir ekkert af þessum stöðvum. Vitiði hvað ég hef oft rétt sloppið upp að bensíndælunni með kannski dautt á þremur!!!
Björgvin Kristinsson, 11.8.2008 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.