24.12.2008 | 08:43
Einföld leið út úr verðtryggingunni
Nú þegar stýrivextir eru 18% er öllum ljóst að það er útilokað að fella niður verðtrygginguna með einu pennastriki. Vextir af verðtryggðum lánum eru í kringum 5% (raunvextir reyndar um 23% vegna verðbólgu) og að ætla að hækka greiðslubyrgði verðtryggðra lána fjórfalt á einu bretti yrði öllum heimilum í landinu ofviða.
Gallinn við verðtryggð lán er sá að þú borgar lága vexti núna en afganginn seinna. Því miður er það þannig að því lengra sem lánið er því meira borgarðu seinna. Að taka verðtryggt lán er eins og hvert annað fíkniefni, þú notar það til að svala neyslufíkninni og þú tekur afleiðingunum einhvern tímann seinna. Eins og önnur fíkniefni þá étur þetta upp líf þitt. Mánaðarleg greiðslubyrði hækkar smátt og smátt og étur upp meira og meira af laununum þínum. Oftast töluvert meira en hækkun launa. Að sama skapi hækka verðbætur og eignin þín hverfur smátt og smátt. Afleiðingar neyslufíknarinnar eru hverjum manni ljósar.
En það er leið út úr verðtryggingunni. Eins og með öll önnur fíkniefni þá þarf að draga úr verðtryggingunni smátt og smátt, gera sér grein fyrir neikvæðu afleiðingunum og alþingismenn þurfa að horfast í augu við þessa fíkn sem blasir við en enginn þorir að stugga við.
Leiðin er mjög einföld. Setja hámark á verðtryggingu lána sem lækkar með hverju árinu þar til hún fer í 0%. Ef það er hámark á verðtryggingu þá gerist tvennt. Vextir af verðtryggðu lánunum hækka smátt og smátt þar sem fjárfestar vilja fá sömu ávöxtun og áður. En að sama skapi minnkar eftirspurn eftir því sem vextirnir hækka. Og þegar eftirspurnin minnkar þá lækka vextirnir. Stýrivextir eru í dag 18%, verðtryggðir vextir hjá Íbúðalánasjóði eru 5,4%. Með því að minnka hámark verðtryggingu á t.d. 10 árum úr 10% í 0% þá má búast við því að í lok tímabilsins verði stýrivextir og íbúðalánavextir mjög nálægt verðtryggðum vöxtum í dag, kannski 6-7%.
En það sem breytist er að við borgum ekki litla vexti núna og afganginn seinna. Lánin yrðu aldrei hærri en þau væru í upphafi. Lánakjör yrðu eins og í nágrannalöndum okkar og fólk færi loksins að eignast eitthvað í sínu eigin húsnæði í stað þess að verðtryggingin éti upp eignina smátt og smátt. Böndum væri komið á neyslufíknina.
Þetta er einföld lausn og það eina sem þarf er viljinn til að hrinda henni í framkvæmd. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar síðustu mánuði hafa sýnt að það er ekkert þessu til fyrirstöðu, annað en pólitíkin sjálf.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Þorsteinn Kristinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og þar af leiðandi verður verðtryggingin aldrei aflögð í núverandi mynd.
Björgvin Kristinsson, 27.12.2008 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.