Bönnum veðsetningu hlutabréfa!

Veðsetning hlutabréfa hefur verið mjög mikil síðustu árin og oft eru kaup á hlutabréfum fjármögnuð með veðsetningu í bréfunum sjálfum að hluta eða öllu leiti. Ef til þess kemur að verðgildi hlutabréfanna rýrnar það mikið að verðmæti bréfanna er komið niður fyrir lánsfjárhæðina þarf að ganga að veðinu til að greiða skuldina þ.e.a.s. selja hlutabréfin. En stundum orsakar sala hlutabréfanna offramboð af þessum tilteknu bréfum, sem leiðir til verðfalls og jafnvel verðhruns ef um stórar upphæðir er að ræða. Þannig getur eitt veðkall orsakað fleiri veðköll sem svo veldur því að hlutabréf hrynja í verði. Þetta er það sem gerðist á Íslandi haustið 2007. Að lokum var svo komið að ekki var lengur hægt að selja hlutabréfin upp í veðin vegna þess að fjármagnið sem fékkst fyrir bréfin var orðið töluvert lægra en lánin sem veitt voru út á þau. Þá var hætt að ganga að veðunum til að forðast gríðarlegar afskriftir sem valda tapi og minnkandi bókfærðum hagnaði fjármálafyrirtækjanna.

Þegar ekki er gengið að veðum vegna þess að sú aðgerð myndi hafa of neikvæð áhrif á markaðinn er tilgangurinn með veðinu horfinn. Og allar aðgerðir sem eru framkvæmdar aðrar en að ganga að veðinu fyrir skuldinni er ekkert annað en handstýring á markaðinum. Þegar svo er komið eru hrun fjármálamarkaðsins óumflýjanlegt! Frjálsa markaðskerfið sem leitar sífellt að réttu jafnvægi er hætt að virka og allar upplýsingar um stöðu markaða verða rangar. Þar af leiðandi verða allar ákvarðanir sem eru teknar rangar. Og það leiðir bara til eins að lokum - hruns.

Við höfum séð ýmislegt gert til að forðast veðköll hlutabréfa,  mýmörg dæmi um þetta hafa skotið upp kollinum síðustu 100 daga:
1. Stofnun fyrirtækja sem hafa það eina hlutverk að kaupa hlutabréf, oftast í eigu bankanna í upphafi og því er hægt að stjórna verðinu sem fyrirtækin kaupa bréfin á af bankanum.
2. Sölu gegn staðgreiðslu að hluta og láni að hluta, oftast tapar kaupandi sínum eignarhlut og oft meira til.
3. Kaup manna á milli á yfirverði með baktryggðum leynilegum samningum.
4. Aflétta persónulegum ábyrgðum af lánum til hlutabréfakaupa.

Ef veðsetning hlutabréfa hefði verið bönnuð þá hefði fjármálamarkaðurinn aldrei hrunið á Íslandi. Spilaborgin hefði aldrei náð eins háu flugi og hún gerði og því hefði lendingin aldrei orðið svona stór skellur - sem saklaus almenningur situr uppi með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Kristinsson

Höfundur

Þorsteinn Kristinsson
Þorsteinn Kristinsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fylgni heimsmarkaðsverðs og verð á dælu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband