15.8.2008 | 11:00
Olíuhreinsistöð í Arnarfirði - NEI takk!
Ég er mjög mótfallinn þeirri hugmynd að reisa olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðunum. Það er mjög mikið af atvinnutækifærum á Vestfjörðunum sem felast að miklu leiti í náttúrunni sem er enn sem komið er tiltölulega óspillt. Að reisa eitt stykki olíuhreinsunarstöð á þessum stað kemur til með að takmarka mjög þá möguleika á atvinnusköpun sem er hægt að fara út í á næstu árum og áratugum. Olíuhreinsunarstöðin skapar einhverja tugi starfa en lokar á hundruði ef ekki þúsundir starfa sem felast m.a. í ferðaþjónustu og léttum iðnaði sem er mjög auðvelt að sjá fyrir sér t.d. í Arnarfirðinum sjálfum. Mengun frá olíuhreinsunarstöðvum er staðreynd, olíuslys á þessum stað yrði skaði sem tæki heilan mannsaldur að bæta ef skaðinn yrði einhverntímann bættur að fullu.
Þeir sem koma til með að vinna í olíuhreinsunarstöðinni, bæði að uppbyggingu og rekstri verða í meirihluta aðflutt vinnuafl. Skýrasta dæmið er Kárahnjúkar, hversu margir Austfirðingar unnu að uppbyggingunni þar? Og núna þegar virkjunarframkvæmdir eru að mestu yfirstaðnar þá stefnir allt á niðurleið aftur í atvinnumálum Austfirðinga nema fyrir þá sem vinna í álverinu og fjölskyldur þeirra.
Vandamálið varðandi atvinnumál á Vestfjörðunum er fyrst og fremst lélegar samgöngur sem takmarka alla uppbyggingu á atvinnuvegum og jafnframt skortur á fólki, það þarf meiri fólksfjölda til að ná upp hærra atvinnustigi og meiri fjölbreytni.
Skammtímasjónarmið eru allt of ráðandi í núverandi iðnaðarstefnu og enginn sem horfir á heildarmyndina, er virkilega enginn ráðamaður sem ber virðingu fyrir landi og þjóð?
Um bloggið
Þorsteinn Kristinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það ætti kannski að breyta vestfjarðarkjálkanum í þjóðgarð? Ferðamannaparadís fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. Um leið og þetta er orðin að þjóðgarði, þá fyrst er farið markvisst í uppbyggingu eins og t.d. vegaframkvæmdir og annað sem þarf að vera hjá nútímamanninum á tuttugustuogfyrstu öld. Það kæmi kannski þéttara gsm samband... bara svo að ég nefni einhver dæmi.
BREYTUM KJÁLKANUM Í ÞJÓÐGARÐ !
Anna Viðarsdóttir, 16.8.2008 kl. 17:01
En hvað með kjarnorkuendurvinnslustöð á þingvelli? ...og að fá gamlar kolaeimreiðar í staðinn fyrir strætó...
Bara svona svipaðar hugmyndir og þessi með tjörudrulluna í Arnarfjörðinn.
Björgvin Kristinsson, 18.8.2008 kl. 01:42
Ég held að gagnaveri væri lang best komið fyrir á Vestfjörðunum, það er bara tvennt sem þarf, rafmagnslína og ljósleiðari. Og þá er engin þörf á að bæta samgöngur á Vestfjörðum næsta áratuginn eða meir.
Þorsteinn Kristinsson, 18.8.2008 kl. 10:52
Þessi hugmynd um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum er svo víðáttuvitlaus að það er alveg ótrúlegt að einhver álíti að þetta sé góður kostur fyrir Vestfirðinga. Hafið þið komið til Reyðarfjarðar nýlega og séð forljóta álverið sem er alveg búið að eyðileggja fjörðinn?
Áslaug Kristinsdóttir, 18.8.2008 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.