Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Borgar - stjórn ehf

Ég á hlutabréf í fyrirtæki sem hefur verið mikið í fréttum síðustu daga. Það var 117.721 hluthafi í fyrirtækinu þann 1. desember síðastliðinn og fjölgar með hverju árinu.

Til að halda fyrirtækinu gangandi þá borga flestir hluthafar 13.03% af launum sínum til fyrirtækisins. En fyrirtækið á líka töluvert landsvæði og allir þeir sem eiga fasteign á því landssvæði greiða 0,225% af fasteignamati eignanna til fyrirtækisins.

Í staðinn sér fyrirtækið um ákveðna þjónustu fyrir alla hluthafana eins og að búa til götur heim til hluthafanna, taka sorp frá íbúum, safna sama skólpi frá fasteignum og sjá um skólagöngu barna hluthafanna svo fátt eitt sé nefnt.

Á fjögurra ára fresti er kosin 15 manna stjórn fyrirtækisins og verða þeir sem eru kjörnir að finna út hvernig þeir vilja starfa saman þannig að fyrirtækið haldist gangandi. Reyndar er ekkert endilega gerð krafa um að fyrirtækið skili hagnaði því ef það er rekið með tapi þá má bara láta hluthafana greiða meira næsta árið.

Moldviðri síðustu daga hefur því miður dregið umræðuna frá því hversu mikið meira hluthafar þurfa að greiða til fyrirtækisins á þessu ári en því síðasta, auðvitað ætti að reka þetta fyrirtæki sem best, með sem minnst útgjöld til að hluthafarnir hagnist sem mest en því er ekki að skipta. Á meðan það er ekki aðalatriðið þá skiptir engu máli hvernig innbyrgðis samskiptum er háttað milli þessara 15 stjórnarmanna í fyrirtækinu.


Um bloggið

Þorsteinn Kristinsson

Höfundur

Þorsteinn Kristinsson
Þorsteinn Kristinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Fylgni heimsmarkaðsverðs og verð á dælu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband