Eitraðar pillur bankanna

Ég rak augun í auglýsingu frá einum íslensku bankanna sem var á þá leið að þeir sem leggja inn evrur hjá þeim fá bestu ávöxtunina hjá þeim miðað við hina bankana. 4.90% ávöxtun sem er nokkuð góð ávöxtun á erlendu fé hér á landi.

En fyrir almenna íslendinga er þetta mjög óskynsamlegt miðað við ástandið í dag. Ef ég ætti t.d. 1.000.000 kr. og myndi kaupa fyrir hana evrur í dag á genginu 116,21 kr. þá fengi ég € 8.605. Eftir eitt ár fengi ég € 422 í vexti og ætti því € 9.027. En hvað verður gengið á evrunni eftir eitt ár? Það er útilokað að segja til um það en þeir sem ég hef rætt við telja að það verði um 100 kr. Það myndi þýða að € 9.027 = 902.700 kr. Það þýðir að ég myndi tapa ca. 100.000 kr. á því að leggja peningana mína inn á erlendan reikning í dag. Raunávöxtun væri því tap upp á ca -10%!

Auglýsingar bankanna eru mjög góðar til að sjá hvað raunverulega er að gerast bak við tjöldin og nú má því búast við styrkingu krónunnar á næstunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Ok. Sem sé allir að taka öll tiltæk erlend lán núna því þau borga sig upp sjálf í næstu gengissveiflu

Björgvin Kristinsson, 2.6.2008 kl. 00:35

2 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Heyrðu..... hvað græðir ríkissjóður þá marga milljarða ef gengið færi aftur í það horf sem það var í  t.d. um síðustu áramót?

Björgvin Kristinsson, 10.6.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Kristinsson

Höfundur

Þorsteinn Kristinsson
Þorsteinn Kristinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Fylgni heimsmarkaðsverðs og verð á dælu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband